top of page
Search

Jens Sigurðsson næsti framkvæmdastjóri TBR!

  • Sigfús
  • May 15, 2024
  • 1 min read

Kæru félagar,

Stjórn TBR hefur gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra TBR. Eins og þið mörg vitið þá mun Sigfús Ægir Árnason sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í um 43 ár láta af störfum fyrir aldurs sakir í haust.

Það er ljóst að það er mikill áhugi á að starfa fyrir okkar góða félag og fengum við fjölmargar umsóknir frá öflugu fólki um stöðu framkvæmdastjóra.

Á sama tíma og við undirbúum að taka á móti nýjum aðila, viljum við nota þetta tækifæri til að þakka Sigfúsi fyrir hans ómetanlega framlag til okkar félags og badminton hreyfingarinnar á Íslandi síðustu áratugi.

Nýr framkvæmdastjóri heitir Jens Sigurðsson og mun hefja störf hjá okkur á haustmánuðum. Jens sleit barnskónum í TBR húsinu og hefur verið félagsmaður um langa hríð. Jens hefur komið víða við á starfsferli sínum, m.a. starfað fyrir Vodafone og Stöð 2 sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar og vörustýringar í rúman áratug og þar á undan fyrir Símann hf. Jens er menntaður í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði frá The George Washington University í Bandaríkjunum. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni um áraraðir og var á sínum yngri árum í landsliðum Íslands í golfi.

Kveðja fyrir hönd stjórnar,

Gunnar Petersen,

Formaður stjórnar TBR



 
 
 

Commentaires


bottom of page