top of page
Search
Sigfús

Jens Sigurðsson næsti framkvæmdastjóri TBR!

Kæru félagar,

Stjórn TBR hefur gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra TBR. Eins og þið mörg vitið þá mun Sigfús Ægir Árnason sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í um 43 ár láta af störfum fyrir aldurs sakir í haust.

Það er ljóst að það er mikill áhugi á að starfa fyrir okkar góða félag og fengum við fjölmargar umsóknir frá öflugu fólki um stöðu framkvæmdastjóra.

Á sama tíma og við undirbúum að taka á móti nýjum aðila, viljum við nota þetta tækifæri til að þakka Sigfúsi fyrir hans ómetanlega framlag til okkar félags og badminton hreyfingarinnar á Íslandi síðustu áratugi.

Nýr framkvæmdastjóri heitir Jens Sigurðsson og mun hefja störf hjá okkur á haustmánuðum. Jens sleit barnskónum í TBR húsinu og hefur verið félagsmaður um langa hríð. Jens hefur komið víða við á starfsferli sínum, m.a. starfað fyrir Vodafone og Stöð 2 sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar og vörustýringar í rúman áratug og þar á undan fyrir Símann hf. Jens er menntaður í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði frá The George Washington University í Bandaríkjunum. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni um áraraðir og var á sínum yngri árum í landsliðum Íslands í golfi.

Kveðja fyrir hönd stjórnar,

Gunnar Petersen,

Formaður stjórnar TBR



223 views0 comments

Recent Posts

See All

Vetrarstarf TBR er 1. sept-31. maí!

Vetrarstarf TBR hefst 1. september n.k. Unglingatímar hefjast þá einnig. Öll börn og unglingar verða skráð inn á "Sportabler" eftir að...

Commentaires


bottom of page