top of page
keppendur.PNG

Eineltisáætlun TBR

Einelti er áreiti sem á sér stað þegar ofbeldi beinist að ákveðnum einstaklingi í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Einelti á sér stað milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps. Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í tvo flokka, andlegt og líkamlegt.

 

Dæmi um líkamlegt einelti: Að lemja, hrinda, sparka, hárreita.

 

Dæmi um andlegt einelti: Að hóta, uppnefna, stríða, viðhafa niðrandi athugasemdir munnlega eða í formi skilaboða eða bréfa, sýna grettur, svipbrigði, svíkja, útiloka frá hópnum, breiða út sögur, ljúga upp á, þvinga til að gera eitthvað gegn vilja, skemma, fela og/eða stela eigum þolanda.

 

Orsakir eineltis: Samkvæmt kenningum fræðimanna er orsaka eineltis yfirleitt að leita í reiði og árásarhneigð gerenda.

 

Þeir sem lenda í eineltisaðstæðum eru þolendur, gerendur og áhorfendur/viðhlæjendur sem taka ekki beinan þátt en koma þolandanum ekki til hjálpar.

 

Aðgerðir sem TBR tekur í eineltismálum.

Tilkynning um einelti: Ef starfsfólk félagsins verður vart við einelti meðal leikmanna eða fær tilkynningu um það frá öðrum leikmönnum, foreldrum eða öðrum ber að tilkynna það bæði til yfirþjálfara og þeim þjálfara sem er á staðnum á þeim tíma.

 

Greining á einelti: Yfirþjálfari greinir málið samkvæmt skilgreiningu félagsins á einelti. Hann metur umfang málsins með því að afla upplýsinga hjá þolanda, forráðamönnum hans, leikmönnum og öðru starfsfólki.

 

Aðgerðir yfirþjálfara:

Yfirþjálfari leitar ráðgjafar hjá samstarfsfólki og/eða öðru fagfólki.

 

Yfirþjálfari setur aðra þjálfara þolandans og starfsfólk inn í málið ef við á. Hann gerir forráðamönnum þolanda grein fyrir málinu og veitir upplýsingar um úrræði sem þeim stendur til boða samkvæmt eðli málsins.

 

Hann ræðir við gerendur og forráðamenn þeirra tli að vinna bót á málum.

 

Mikilvægt er að yfirþjálfari skrái allar aðgerðir og gæti trúnaðar í meðferð málsins.

bottom of page