top of page
keppendur.PNG

Um félagið

Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur var stofnað 1938. Á stefnuskrá TBR er iðkun tennis- og badminton. Félagar eru um 4000 talsins. TBR er aðili að BADMINTONSAMBANDI ÍSLANDS og þar með ÍÞRÓTTASAMBANDI ÍSLANDS og ALÞJÓÐA BADMINTONSAMBANDINU (BWF)

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er að Gnoðarvogi 1. Félagið á tvö íþróttahús, einkum ætluð fyrir badminton. Í húsunum eru samtals 17 badmintonvellir.

 

Badmintoníþróttin er ein vinsælasta almenningsíþróttin í dag. Fólk á öllum aldri hittist einu sinni í viku eða oftar, og keppir eða leikur sér í badminton. Sumir æfa mörgum sinnum í viku hverri og keppa til árangurs í mótum, en flestir stunda badminton sér til ánægju og heilsuræktar. Fólk finnur sér andstæðinga við sitt hæfi, og best er ef menn eru sem jafnastir á vellinum.

 

Unglingatímar eru flesta daga vikunnar. Þjálfarar eru Jóhann Kjartansson, Árni Þór Hallgrímsson og Jónas Huang. Tímarnir eru ætlaðir börnum og unglingum frá 9 ára aldri.

 

Kvennatímar eru á þriðjudags- og föstudagsmorgnum kl. 9.20-10.10. Jóhann Kjartansson er þjálfari. Á eftir kvennatímunum er boðið upp á molakaffi.

 

Borðtennisdeild Víkings hefur aðstöðu í TBR-húsum. Flest borðtennismótin eru haldin hér.

reykjavik.PNG
bottom of page