Sumarskóli TBR 2024
Sumarskóli TBR hefur verið starfræktur í um 40 ár. Þetta er alhliða íþróttaskóli og eru fjölmargar íþróttagreinar á dagskrá. Badmintoníþróttin skipar þó veglegan sess, enda er hún aðalíþrótt TBR. Við starfrækjum íþróttaskóla fyrir 6–13 ára börn í sumar. Skipt er í hópa eftir aldri.
Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði badmintoníþróttarinnar, s.s. grip, uppgjöf og háhögg. Kennslan fer bæði fram á leikjaformi og í formi tækniæfinga og skiptist erfiðleikastig þeirra eftir aldri og getustigi þátttakenda. Einnig kynnast nemendur helstu leikreglum.
Við leggjum mikla áherslu á að námskeiðið sé fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt og við nýtum okkar frábæra staðsetningu í Laugardalnum. Á hverju námskeiði er m.a. farið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í sund í Laugardalslaug. Í lok hvers námskeiðs er pylsupartí, leikið í hoppukastala og fleira skemmtilegt gert.
Boðið verður upp á bæði heils- og hálfsdagsvistun, frá kl. 9–13 og 9–16. Möguleiki er á gæslu frá kl. 8–9 og frá kl. 16–17. Þá er boðið upp á léttan hádegisverð fyrir þau börn sem eru í heilsdagsvistun. Þau sem þurfa sérstakt fæði verða að koma með slíkt. Reiknað er með að börnin séu "sjálfbjarga" varðandi innkomu í TBR og heimferð og einnig á salernum. Þau eru ekki í "pössun" inni þar til þau eru sótt.
Þjálfarar eru m.a. Atli Jóhannesson íþróttafræðingur, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari, Jóhann Kjartansson badmintonþjálfari, o.fl. Öll börn í Sumarskólanum fá jafna viðurkenningu fyrir þátttöku og verðlaunapening eins og stefna ÍSÍ í þjálfun barna og unglinga segir til um.
Rétt er að geta þess að á "Fésbókarsíðu TBR" birtast oft myndir frá Sumarskólanum.
Námskeið
-
Námskeið 1: 10. júní–21. júní ** 9 daga námskeið
-
Námskeið 2: 24. júní–05. júlí ** 10 daga námskeið
-
Námskeið 3: 6. ágúst–16. ágúst ** 9 daga námskeið
Verð
-
Verð er 17.100 kr. fyrir 9 daga námskeið kl. 9–13 og 30.600 kr. fyrir námskeið kl. 9–16.
-
Verð er 19.000 kr. fyrir 10 daga námskeið kl. 9–13 og 34.000 kr. fyrir námskeið kl. 9–16.
Skráning
-
Skráning hefst 2. maí í síma 581-2266
Nánari upplýsingar
-
581-2266