top of page
trimmmynd_edited.jpg

Trimm

Trimmtímar eru á sunnudögum kl 11:00 undir handleiðslu Ástþórs M Þórhallssonar. Trimmið er vinsæll tími fyrir fólk sem hefur stundað badminton í nokkur ár og er fært um að keppa. Í trimmtímum er spilaður tvíliðaleikur þar sem reynt er að skipta jafnt í lið og menn fái nokkra jafna leiki. Aðsóknin í trimmið er góð og yfirleitt mikil keppni, hasar og læti, enda þótt menn séu ekki endilega í fremstu röð þá fær keppnisskapið svo sannarlega að njóta sín í þessum tímum.

Trimmarar teljast þeir sem spila badminton en hafa aldrei verið skráðir í Meistara- eða A-flokk.

 

Yfir veturinn stendur TBR svo fyrir nokkrum trimm-mótum en það eru þjálfarar trimmsins ásamt mótstjórn TBR sem sér um þá framkvæmd.

bottom of page