top of page
keppendur.PNG

Stefna TBR í Vímuvörnum

1. Forvarnagildi íþrótta

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í íþróttastarfi, reiðir betur af og neyta síður vímuefna. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa mjög skaðleg áhrif á árangur í íþróttum. - Félagið vill efla enn fekar vímuvarnagildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu vímuefna í tengslum við íþróttir.

Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis og annarra vímuefna.

2. Neysla tóbaks og vímuefna

TBR er andvígt allri neyslu tóbaks og vímuefna allra iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. - Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum félagsins.

3. Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

TBR mun bregðast sérstaklega við allri neyslu iðkenda undir 16 ára aldri. Foreldrar verða undantekningalaust upplýstir um slíka neyslu.

Varðandi viðbrögð við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða, munTBR bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins (sbr. lið 2) og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

Viðbrögð TBR við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins munu samt sem áður ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglunum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.

Félagið mælir ekki með iðkendum undir 18 ára sem orðið hafa uppvísir af neyslu vímuefna í landslið.

 

4. Hlutverk þjálfara

Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnastefnu TBR, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt.

TBR mun sjá þjálfurum fyrir fræðsluefni um áhrif vímefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar síðan miðla áfram til iðkenda.

Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

 

5. Samstarf við foreldra

TBR mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum.

 

TBR mun standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.

 

TBR mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli iðkanda undir sjálfræðisaldri.

6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

 

Félagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.

bottom of page