top of page
Search

Arna Karen Jóhannsdóttir nýr íþróttastjóri TBR

  • jens2376
  • Apr 16, 2025
  • 1 min read
Arna Karen Jóhannsdóttir, nýr íþróttastjóri TBR
Arna Karen Jóhannsdóttir, nýr íþróttastjóri TBR

TBR tilkynnir með ánægju að Arna Karen Jóhannsdóttir tekur við starfi íþróttastjóra félagsins í sumar. Hún tekur við af Jóhanni Kjartanssyni, sem lætur af störfum eftir yfir fjóra áratugi af ómetanlegu framlagi til badmintonhreyfingarinnar á Íslandi.

Arna Karen hefur verið virkur hluti af TBR frá árslokum 2011 og þekkt andlit innan félagsins í gegnum árin. Hún er einn fremsti badmintonleikmaður landsins og núverandi Íslandsmeistari í tvenndarleik í Úrvalsdeild. Hún á auk þess þrjá Íslandsmeistaratitla til viðbótar – einn í tvenndarleik og tvo í tvíliðaleik – og var útnefnd badmintonkona ársins 2023. Arna hefur verið fastamaður í A-landsliði Íslands frá árinu 2018 og gegnt þar lykilhlutverki.

Eftir sjö ára dvöl í Danmörku snýr Arna nú aftur heim með dýrmæta reynslu og menntun að baki. Hún lauk námi í íþróttafræði við háskólann í Árósum, spilaði með dönsku félögunum Ikast FS og Viby J. Arna var lykilmanneskja í að tryggja tryggja áframhaldandi veru Viby J í næst efstu deild Danmerkur. Samhliða keppnisferlinum starfaði hún sem kennari við Rønde Efterskole og badmintonþjálfari hjá Viby J.

Við hjá TBR hlökkum til samstarfsins með Örnu og bjóðum hana innilega velkomna til starfa sem íþróttastjóri félagsins. Um leið viljum við færa Jóhanni Kjartanssyni okkar dýpstu þakkir fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og badmintoníþróttarinnar á Íslandi. Án hans hefði saga TBR og íslensks badminton verið allt önnur.

 
 
 

Recent Posts

See All
Mótsgjöld - Haustönn 2025

Keppendur & forráðamenn, Mótsgjöld fyrir Haust 2025 hafa verið send út til greiðslu des/jan. Yfirlit mótsgjalda fyrir hvern og einn eru prentuð út og má finna í móttöku í TBR. Takk fyrir góð mót og áf

 
 
 
TBR 87 ára - 4. desember

🎉 Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur fagnar 87 ára afmæli í dag!  🏸 Í dag fögnum við 87 árum af íþróttagleði, samvinnu og samfélagi. Frá stofnun árið 1938 höfum við unnið að því að skapa vettvang

 
 
 

Comments


bottom of page