Babbó - Stigakerfi
- Sigfus Arnason
- Aug 29
- 1 min read
Kæru vinir,
Davíð Bjarni Björnsson, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, hefur þróað Babbó – nýtt stigakerfi og umsjónarkerfi fyrir badminton.
Með Babbó er hægt að:
Skrá stig og leiki á einfaldan hátt
Halda utan um stöðu tímabila eftir hentisemi
Spila með eða án forgjafar
Velja milli leikforma (heilir leikir eða “trimmkerfi” með lotum)
Raða leikjum eftir styrkleika eða forgjöf
Við í TBR erum spennt að nota kerfið bæði á æfingum keppnishópa, í trimmi og í ýmsum öðrum verkefnum.
Skráðu þig á babbo.is
Fyrir spurningar: babbo@babbo.is
Babbó gerir utanumhald og umsjón hópa – smærri og stærri – skemmtilegri, betri og tæknilegri!



Comments