Chou Tien-Chen heimsækir TBR
- Sigfus Arnason
- Sep 5, 2025
- 1 min read
Kæru vinir,
Við í TBR erum ótrúlega heppin að eiga góðan vin í hinum indæla og einstaka Chou Tien-Chen. Chou er í dag sjötti sterkasti badmintonspilari heims, en hefur hæst á ferlinum náð 2. sæti á heimslistanum.
Í þessari heimsókn sinni kom hann á fjórar æfingar hjá okkur í TBR og gladdi hjörtu bæði yngri og eldri með nærveru sinni. Ekki nóg með það þá tók hann einnig virkan þátt með þjálfurum okkar og vann með keppnishópnum í tæknilegum æfingum.
Við erum afar þakklát fyrir vináttu hans og þann innblástur sem hann færir félaginu. Það er okkur sannur heiður að fá að taka á móti jafn frábærum íþróttamanni og hlökkum til næstu heimsóknar.
Takk fyrir komuna, kæri Chou.
TBR Chou Tien-Chen



Comments