Firmakeppni - 28. nóvember
- Sigfus Arnason
- Nov 17
- 1 min read

Kæru vinir,
Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur sæti í Firmakeppni TBR í badminton- en plássin eru takmörkuð, svo endilega skráið ykkur sem fyrst!
Um mótið:
Firmakeppnin er skemmtilegt badmintonmót þar sem fyrirtæki geta annaðhvort skráð eigið lið eða fengið leikmenn til að spila fyrir sig.
Forgjöf er sett upp fyrir mótið til að jafna styrkleika milli liða og gera keppnina spennandi og skemmtilega fyrir alla þátttakendur.
Öll fyrirtæki eru velkomin að taka þátt, svo lengi sem pláss leyfir.
Þátttökugjald er 40.000 kr en auðvitað er velkomið að styrkja meira!


Comments